Vísitala neysluverðs hækkar um 0,5% í september og verðbólga lækka um 0,2 prósentustig niður í 4,1%, samkvæmt hagspá hagfræðideildar Landsbankans.

Hagfræðideildin segir í Hagsjá sinni gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í október, um 0,1% í nóvember og  0,2% í desember. Gangi spáin eftir muni ársverðbólgan verða í kringum 4% út árið. Bent er á að víki verðbólga meira en 1,5% frá  verðbólgumarkmiði beri Seðlabankanum að senda  greinargerð til ríkisstjórnar þar sem fram kemur hver ástæða frávikanna er, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur það taka  að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju.

Bent er á að eftir að tólf mánaðabreyting vísitölu neysluverðs fór tímabundið undir efri vikmörk í vor mældist hún 4,3% í ágúst. Bent er á að Seðlabankinn telji rof fráviksmarka hafa í meginatriðum verið fyrirséð og það endurspeglast í seinustu vaxtaákvörðun.