Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fæddist á Akureyri 6. júní 1970, en hann er sonur Eiríks Stefánssonar skálds.

Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 1990, en á menntaskólaárunum keppti hann bæði í Morfís og Gettu betur fyrir hönd MH og var m.a. valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís 1989. Umræðuefnið það árið var „Hafa vísindin bætt heiminn?“ og var Menntaskólinn við Hamrahlíð á móti, en Menntaskólinn við Sund var með.

„Undanúrslitakeppnin við FG var hins vegar miklu skemmtilegri. Þá voru tölvur umræðuefnið og við vorum að sjálfsögðu á móti. Þar kepptum við við kempur eins og Einar Pál Tamimi, Sigmar Guðmundsson og Má Másson og enginn bjóst við því að við myndum vinna,“ segir Stefán.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu, á haustráðstefnu KPMG þann 26.10.11.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu, á haustráðstefnu KPMG þann 26.10.11.
© BIG (VB MYND/BIG)