Ríkisstofnunum fækkaði um helming á tímabilinu 1992 til 2015. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur.

Ríkisstofnanir í A-hluta ríkisrekstrarins voru 256 talsins árið 1989. Þeim fjölgaði mjög árin á eftir og voru 353 talsins árið 1992. Frá árinu 1994 hefur ríkisstofnunum fækkað á hverju ári, að undanskildu árinu 2002 þegar þeim fjölgaði lítillega. Ríkisstofnanir voru 175 talsins í fyrra.