„Á fundi í efnahags- og viðskiptanefnd gagnrýndi fulltrúi ASÍ þessa skattahækkun ríkisstjórnarinnar harðlega. Ekkert samráð var haft við ASÍ um þessa hækkun þrátt fyrir sameiginlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinar og ASÍ fyrr á árinu um aukið samstarf við að ná verðbólgunni niður og halda henni innan tilskilinna marka. Þetta taldi ASÍ alvarlegt í ljósi þess að fallið var frá þessari sömu hækkun fyrr á árinu vegna óæskilegra áhrif hennar á verðbólgumarkmið í tengslum við kjarasamninga. Jafnframt taldi ASÍ að þessi skattahækkun gæti verið fordæmi, sem t.d. sveitarfélög og tryggingafélög gætu notað til að rökstyðja hækkun á sínum tekjum.

[...]

Það kom fram á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að þrátt fyrir að áfengisgjald hafi ekki hækkað mikið undanfarið hefur þessi breyting á áfengisgjaldinu það í för með sér að verð á áfengi mun hækka langt umfram hækkun neysluvísitölunnar á þessu ári.

Úr minnihlutaáliti Jóhönnu Sigurðardóttur og Lúðvíks Bergvinssonar um breytingar á lögum um áfengisgjald árið 2002.