Óðinn hefur sterkar skoðanir á þjóðmálunum. Hér að neðan eru mest lesnu pistlar Óðins á árinu í sætum 6 til 10.

6. Dómgreind Róberts Wessman

Óðinn fjallaði um vegferð Alvotech undir stjórn Róberts Wessman. Mikið var rætt og ritað á árinu um umsókn félagsins til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Humira.

7. Offita og ekkert Saga Class fyrir Olsen

Óðinn fjallaði um mikla fjölgun starfsmanna á Alþingi og samspil ríkisfjármála- og peningamálastjórnar.

8. Hvað gerðist eiginlega í Garðabæ?

Óðinn skrifaði um fjármál Garðabæjar í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórnar að hækka útsvarið úr 13,92 prósentum upp í 14,48 prósent.

9. Íslandsbanki og Lindarhvoll - tvöfalt siðgæði

Óðinn bar saman Íslandsbankasöluna við Lindarhvolsmálið svokallaða, og spurði hvort um væri að ræða tvöfalt siðferði.

10. Hvers vegna var vinnu reyndasta ríkisendurskoðanda landsins hent?

Óðinn skrifaði um Lindarhvolsmálið svokallaða sem bar oft á góma á árinu.