Nýjasta útgáfan af Toyota Corolla er Corolla Cross en bíllinn verður frumsýndur hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í nóvember. Það má með sanni segja að Corolla Cross sé bíll sem smellpassar inn í íslenskar aðstæður. Þetta er sportjeppi sem í stærð er á milli Yaris Cross og RAV4.

Í Corolla Cross sameinast hefðin sem sannarlega fylgir Toyota Corolla og nýjasta tækni en fimmta kynslóð Hybridkerfis Toyota er fyrst notuð í Corolla Cross. Bíllinn er að auki ríkulega búinn tæknilausnum sem gera aksturinn öruggari og ánægjulegri.

Corolla Cross sameinar kosti rúmgóðs fjölskyldubíls og sportjeppa. Farangursrýmið er 433 lítrar og stækkar í 1337 lítra þegar aftursætin er felld niður. Hann er ríkulega búinn með 2.0 lítra vél, 197 hestöfl og aðeins 7,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða.

Corolla Cross verður fáanlegur í þremur útfærslum, Active, Active + og Luxury og kostar framhjóladrifinn frá 6.590.000 kr. Fjórhjóladrifinn kostar frá 6.990.000 kr. samkvæmt upplýsingum frá Toyota.