Hagnaður Líf hf. á síðasta ári var 1.248 mkr. Hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu eigna. Eigið fé í árslok nam 1.918 mkr. Skuldir námu 2.673 mkr þar af 493 mkr tekjuskattsskuldbinding. Á árinu 2004 seldi Líf hf rekstur fimm dótturfélaga þar af voru fjögur seld til eignarhaldsfélaga í eigu Atorku Group hf. Söluhagnaður af sölu þessara eigna er færður í rekstrarreikning félagsins.

Ársuppgjör 2004 tekur mið af því að út úr Lífi hf voru seld dótturfélög sem öll eru í góðum rekstri. Einnig átti sér stað miklar hagræðingaraðgerðir sem kostu félagið verulega fjármuni í formi , niðurfærlsna, afskrifta og starfslokasamninga. Þær aðgerðir eru þegar farnar að skila sér í bættum rekstri. Líf seldi einnig á árinu fasteign sína og endurleigði.

Á árinu var unnið mikið hagræðingarstarf hjá dótturfélögum Lífs hf. sem munu skila sér í rekstri þeirra á árinu 2005. Áætlanir dótturfélaga Lífs gera ráð fyrir um 150 mkr. Ebitda á árinu 2005. Í lok árs 2004 var Líf hf. eingöngu eignarhaldsfélag utan um eignarhluti í nokkrum félögum. Enginn starfsmaður starfar hjá Lífi í dag.