Þingmenn bretta upp ermarnar í dag eftir hlé á þingfundum í gær. Á dagskrá þingsins eru 50 mál og flest í 2. eða 3. umræðu. Nokkur mál eru í 1. umræðu. Talsverður hraði er á meðferð mála og atkvæðagreiðslum þeirra en þegar 20 mínútur voru liðnar af þingfundinum voru umræður í gangi um 5. málið á dagskrá.

Stjórnarskrármálið er 13. málið á dagskrá þingsins í dag.