Gjaldþrotaskiptum er lokið á félaginu EAB2 að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var áður í eigu Arion banka að því er kemur fram í lista Creditinfo sem var tekinn saman fyrir Fréttatímann árið 2011 yfir þau félög sem skiluðu mestu tapi árið 2010. Þá var EAB2 einnig skráð til húsa í Borgartúni 19 þar sem höfuðstöðvar Arion banka eru til húsa.

Lýstar kröfur í búið voru að fjárhæð 5.725 milljónir króna en aðeins fengust 12,5 milljónir upp í kröfurnar. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í ágúst 2016.