Mörg þekkt nöfn úr íslensku viðskiptalífi hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Viðskiptaráðs. Hreggviður Jónsson, forstjóri Veritas Capital, hefur einn gefið kost á sér sem formaður Viðskiptaráðs. Jafnvel þótt aðeins einn sé í framboði fer samt fram kosning.

Tómas Már Sigurðsson, núverandi formaður, mun ekki gefa kost á sér áfram en hann hefur verið formaður frá árinu 2009 þegar Erlendur Hjaltason, fyrrv. forstjóri Existu, sagði af sér formennsku. Tómas Már tók um síðustu áramót við starfi forstjóra Alcoa í Evrópu og er með starfsstöðvar í Sviss.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.