Tap Gullfosskaffi ehf., sem að rekur veitingahús og minjagripaverslun við Gullfoss, var 89 milljónir fyrir árið 2020 í samanburði við 123 milljóna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár.

Rekstrartekjur félagsins lækkuðu úr rúmum milljarði fyrir árið 2019 í 215 milljónir fyrir árið 2020. Þá lækkuðu rekstrargjöld á sama tímabili úr 870 milljónum í 308 milljónir. Eignir félagsins í árslok voru rúmlega 870 milljónir og skuldir þess 12 milljónir.

Rekstur félagsins dróst umtalsvert saman á tímabilinu sökum Covid-19 en í viðtali við Reykjavík Síðdegis frá síðasti ári segir Svavar Njarðarson, annar eiganda Gullfosskaffi, að langstærsti hluti viðskiptavina Gullfoss síðustu ár hafi verið erlendir ferðamenn.

Hjónin Svavar Njarðarson og Elva Björg Magnúsdóttir eiga sitthvorn helmingshlutinn í Gullfosskaffi.