Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,48% og er 6.388 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 2.896 milljónum króna.

Actavis Group hefur hækkað um 2,9%, Marel hefur hækkað um 2,6%, FL Group hefur hækkað um 2,25%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 2,15% og Kaupþing banki hefur hækkað um 1,52%.

Flaga Group er eina félagið sem hefur lækkað það sem af er degi og nemur lækkunin 5,9% í 6 viðskiptum sem nema 6,7 milljónum króna.

Gengi krónu hefur veikst um 0,16% og er 5118,9 stig við hádegi.