Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,24% og er nú 6003,3, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar.

Velta Kauphallarinnar var 775 milljónir á hádegi.

Straumur-Burðarás hækkaði um 1,24%, Össur um 1,21%, Atorka um 0,80%, Avion um 0,60% og FL Group um 0,54%.

Icelandic Group lækkaði um 1,27%, Atlantic Petroleum um 1,02%, Glitnir um 0,50%, Landsbankinn um 0,40%, Dagsbrún um 0,39% og Bakkavör um 0,97%.

Krónan styrktist um 0,30% og er nú gengisvísitalan 122,01, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþing banka.