Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,33% og er 5.112 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2,4 milljörðum króna.

Hlutabréf á Norðurlöndunum hafa lækkað það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Eimskip hefur hækkað um 2,4% [ HFEIM ], Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur hækkað um 0,8% og Teymi [ TEYMI ] hefur hækkað um 0,7%.

Exista [ EXISTA ]hefur lækkað um 5,7% en SEB birti í gær neikvæða skýrslu um félagið, FL Group [ FL ] hefur lækkað um 4,7%, Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 4,6%, Landsbankinn [ LAIS ] hefur lækkað um 4,2% og Glitnir [ GLB ] hefur lækkað um 3,8%.

Gengi krónu hefur veikst um 1,3% og er 128 stig.