Í Viðskiptiþættinum í dag verður ræt við Bjarna Má Gylfason, hagfræðing Samtaka iðnaðarins, en hann hefur verið á fundarherferð á Norðurlandi þar sem þjóðhagsleg áhrif stóriðjuáforma hafa verið rædd. Að því loknu verður rætt við Ingvar Arnarsson, sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbanka, um samantekt þeirra um fasteignamarkaðinn.

Í lok þáttarins verður síðan rætt við Sigurborgu Arnarsdóttur, formann Félags um fjárfestatengsl, en í næstu viku verður alþjóðleg verðlaunahátíð vegna fjárfestatengsla.