Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Alcoa Fjarðaál þar sem rekstraraðila er heimilt að framleiða allt að 360.000 tonn af áli á ári í kerskálum álversins, auk tiltekinnar tengdrar starfsemi.

Frá þessu er greint á vef Umhverfisstofnunar. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 1. desember 2026.

Umsóknin er upphaflega til komin vegna þess að framleiðsla eykst umfram áætlanir hjá rekstraraðila með straumhækkun og hagræðingu án þess þó að nein ný mannvirki verði reist vegna þess.

Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.