Bandaríski álrisinn Alcoa hefur gert yfirtökutilboð í kanadíska álrisann Alcan að því er kemur fram í erlendum fréttaskeytum. Gert er ráð fyrir að Alcan þurfi að greiða 33 milljarða Bandaríkjadala fyrir Alcoa en samlegðaráhrif eru talin vera einn milljarður dala. Bæði þessi félög eru með álver á Íslandi.

Sameinað félag mun hafa höfuðstöðvar sínar í Montreal og New York. Tilboðið hljóðar upp á 73.25 dali á hlut og verður bæði greitt með peningum og hlutabréfum.

Ef af yfirtökunni verður mun landslagið á álmarkaði hér á Íslandi breytast talsvert en Alcoa er sem kunnugt er að reisa nýtt álver á Reyðarfirði en Alcan rekur 180 þúsund tonna álver í Straumsvík.