Ítalska flugfélagið Alitalia mun minnka við sig en nýjar aðgerðir miða nú að því að bjarga því sem eftir er af félaginu. Hópur ítalskra fjárfesta hefur komið fram með nýja áætlun varðandi starfsemina.

Flugmenn Alitalia hafa verið tregir til þess að semja við félagið en nú hefur komist á tímamótasamningur þeirra á milli.

Félagið hefur átt í miklum erfiðleikum síðustu misseri, m.a. vegna mikilla skulda og rekstrartaps. Því eru miklar vonir bundnar við „endurfæðingu“ félagsins.

Samningurinn þykir mikill sigur fyrir forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, en eitt helsta kosningaloforð hans var að bjarga Alitalia, sem er að mestu í eigu ítalska ríkisins.