Bresk yfirvöld munu þurfa að athuga það tap sem bæði sveitafélög, spítalar og háskólar þar í landi verða fyrir vegna hruns íslensku bankanna.

Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar og er haft eftir Vincent Cable, talsmanni Frjálslyndra demókrata í Bretlandi.

„Það geta verið alls kyns beinagrindur á bakvið þessa hurð,“ segir Cable og bætir því við að nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu.

Þá segir talsmaður breska Íhaldsflokksins að bresk sveitafélög hafi átt um 1 milljarð breskra punda á reikningum íslensku bankanna auk þess sem aðrir þættir, svo sem spítalar hafi misst innistæður sínar eftir að bresk yfirvöld frystu eignir íslensku bankanna.

Sjá frétt Bloomberg.