American Airlines hættu í dag við meira en 1.000 flug, eða tæpan helming af áætluðum flugum dagsins. Þetta var vegna öryggisskoðunar á MD-80 flugvél félagsins. Skoðunin var hluti af skoðun FAA (Federal Aviation Administration) á flugvélum í Bandaríkjunum. Tæplega helmingur flugvéla AMR, móðurfélags American Airlines, eru MD-80 flugvélar.

Skoða þarf hvort hjólabúnaður MD-80 vélanna stenst nýjar kröfur.

American Airlines er stærsta flugfélag heims, sé tekið mið af hversu langa vegalengd flugfélag flytur farþega. Hlutabréf í AMR höfðu síðdegis fallið um meira en 10% í dag.