Helsta fréttin í bandarískum fjölmiðlum þessa stundina er að amma forsetaframbjóðandans Barack Obama hefur nú látið lífið.

Amma Obama, Madelyn Dunham, er sögð hafa verið mikill áhrifavaldur í lífi hans og reynst honum innblástur í leik og störfum.

Dauða ömmu frambjóðandans ber að einungis örfáum klukkutstundum áður en forsetakosningarnar hefjast.

Obama tók sér hlé frá kosningabaráttunni þann 23. október síðastliðinn til að vitja ömmu sinnar, en veikindi hennar höfðu þá undið hratt upp á sig. Eiginkona Obama, Michelle, leysti hann þá af þann 24. október.