*

mánudagur, 20. september 2021
Innlent 10. febrúar 2020 15:20

Apple lækkar vegna Wuhan virus

Bandarísk hlutabréf hófu vikuna lægri vegna væntinga um minni sölu í Kína vegna áhrifa víruss. 10% starfsmanna aftur til vinnu.

Ritstjórn

Gengi bréfa Apple hafa lækkað það sem af er viðskiptadegi í Bandaríkjunum en það opnaðist fyrir viðskipti í kauphöllum vestanhafs fyrir um klukkutíma.

Ástæðan er sögð áhyggjur af áhrifum vírusin sem kenndur er við Wuhan borg í Kína, á sölu og framleiðslu fyrirtækisins í landinu. Hafa greinendur lækkað væntingar um framleiðslu Apple um 10%, niður í 41 milljón farsíma vegna vírusins.

Hefur gengið lækkað um 0,93%, niður í 317,06 dali þegar þetta er skrifað.

Einn helsti birgi Apple, Foxconn hefur þó fengið heimild til að hefja starfsemi með 10% verkamanna sinna í verksmiðju sinni í borginni Zhengzhou í austurhluta landsins á ný eftir að hún hefur legið niðri síðan tveggja vikna nýársfríum í landinu lauk fyrir rúmri viku.

Það er þó um 16 þúsund manns, en ekki hefur þó fengist leyfi til að hefja starsemi í borginni Zhenzhen í suður Kína, né í suðausturhlutanum í Jiangsu héraði. Um 40 þúsund manns hafa smitast af virunni sem fyrst varð vart í Wuhan borg, og hefur hún kostaði um 900 mannslíf.

Stikkorð: Apple Foxconn Wuhan Zhengzhou Zhenzhen Jingsu