Við höfum háð of mörg stríð án árangurs á þessu kjörtímabili og verðum að láta af þeim stríðsrekstri.

Þetta sagði Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ávarpaði landsfundargesti rétt í þessu eftir að kynnt hafði verið um niðurstöðu í formannskjöri flokksins.

Árni Páll byrjaði á að þakka Guðbjarti Hannessyni, mótframbjóðanda sínum í formannskjörinu, fyrir drengilega baráttu. Þá þakkaði hann jafnframt Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og fráfarandi formanni flokksins, fyrir samstarfið og hennar þörf í þágu lands og þjóðar.

Árni Páll hafði varla lokið þeim orðum þegar hann vék að hugmyndabaráttu Samfylkingarinnar. Hann vék aldrei í ræðu sinni að öðrum flokkum en sagði að Samfylkingin hefði ekki verið stofnuð til að vera hluti af fjórflokknum heldur til höfuðs honum.

Þá lét Árni Páll fyrrnefnd ummæli um stríðsrekstur og árangurslausar baráttur falla. Hér á landsfundi mátti sjá nokkra aðila líta í kringum sig enda má segja að hér hafi hinn nýkjörni formaður lagt línu á milli sín og fráfarandi formanns, sem í setningarræðu sinni í gær talaði margoft um baráttu við Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að „stórar stríðið“ í kosningum í vor yrði á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.