Kannanir hagfræðinga Bloomberg-fréttaveitunar gefa til kynna að Bretland, Frakkland, Spánn, Grikkland og Króatía nái ekki að uppfylla skilyrði sambandsins þess efnis að fjárlagahalli þjóða megi ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu og skuldir ekki umfram 60% af vergri landsframleiðslu. Þá nálgast Finnland, Pólland og Rúmenía einnig mörkin.

Sambandið gaf út stöðugleika- og vaxtarsamning árið 1998 með það að markmiði að auka eftirlit með fjárhagi aðildaríkjanna. Síðan þá hefur 22 af 28 aðildaríkjum á einhverjum tímapunkti mistekist að uppfylla umædd skilyrði. Svíþjóð, Eistland og Lúxemborg eru einu löndin sem eru ekki á þessum lista.

Rannsakendur benda að þetta sé afleiðing fjármálakreppunar árið 2008, en stjórnvöld hafi í kjölfar hennar séð sig knúin til auka svo um munar fjármuni í verkefni sem örva eigi efnahagslífið. Þannig hefur aðildarríkjum sem fóru yfir mörkin fjölgað úr tveimur árið 2007 í 22 árið 2009.

Á þessu sama tímabili hefur meðal fjárlagahalli ríkja innan Evrópusambandsins aukist úr 0,9% yfir í 6,7%.