Atvinnuleysi í september mældist 1% og lækka um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Alls voru um 1.628 manns að meðaltali á atvinnuleysisskrá í september sem jafngildir fækkun um 319 manns milli mánaða. Atvinnuleysi er nú í fimm ára lágmarki og því ljóst að mikil spenna er enn til staðar á vinnumarkaði," segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Lækkunin á milli mánaða nú er vegna árstíðarbundinnar sveiflu en ekki vegna þess að undirliggjandi atvinnuleysi hafi minnkað. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu Greiningardeildar helst atvinnuleysið óbreytt milli mánaða og er 1,2% bæði í ágúst og september," segir greiningardeild Landsbankans.