Um áramótin hækkuðu mánaðargrunnatvinnuleysisbætur um kr. 13.500 miðað við bætur eins og þær voru á árinu 2008.

Grunnatvinnuleysisbætur þeirra sem eru með 100% bótarétt verða eftir hækkun 149.523 kr. á mánuði og verða greiðslur á atvinnuleysisdag hjá þeim sem eru með 100% bætur eftir hækkun 6.900 kr.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar en greiðslur vegna barna yngri en 18 ára verða 276 kr. á dag.

Hámarksfjárhæð greiðslna vegna tekjutengdra atvinnuleysisbóta verða 242.636 kr. á mánuði.

Frítekjumark verður óbreytt eða 53.716 kr. á mánuði.