Þrívíddarkvikmynd James Cameron, Avatar, var sú mynd á árinu sem oftast var sótt ólöglega af netinu. Hún var einnig sú mynd sem halaði inn mestum tekjum af miðasölu.

Samkvæmt vefsíðu TorrentFreak, og sagt er frá á vef Guardian, var Avatar niðurflutt 16,6 milljón sinnum ólöglega af netinu. Er það 50% aukning frá sigurvegara síðasta árs en þá var Star Trek niðurflutt oftast allra kvikmynda.

Í öðru sæti listans yfir mest sóttu myndirnar á ólöglegan hátt var kvikmyndin Kick-Ass. Alls var hún niðurflutt 11,4 milljón sinnum á árinu. Þrátt fyrir miklar vinsældir á ólöglegum niðurhalssíðum hafa tekjur af Kick-Ass verið litlar. Segir í frétt Guardian að það bendi til að fleiri hafi horft á myndina ólöglega en greitt fyrir hana.

Í þriðja og fjórða sæti listans eru myndir Leonardo DiCaprio, Inception og Shutter Island.

Topp 10 listinn:

Mynd / Niðurflutt

1. Avatar / 16,580,000

2. Kick-Ass / 11,400,000

3. Inception / 9,720,000

4. Shutter Island / 9,490,000

5. Iron Man 2 / 8,810,000

6. Clash of the Titans / 8,040,000

7. Green Zone / 7,730,000

8. Sherlock Holmes / 7,160,000

9. The Hurt Locker / 6,850,000

10. Salt / 6,700,000