Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Aviation Capital Group hefur pantað 30 A320neo vélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus.

Skrifað var undir samninga á alþjóðlegu flugsýningunni í Dubai sem nú stendur yfir. Aviation Capital hefur með þessari viðbót nú pantað 98 vélar af gerðinni A320neo frá Airbus.

Í tilkynningu frá Airbus er haft eftir Stephen Hannahs, forstjóra Aviation Capital að með hækkandi eldsneytisverði og harðari samkeppni milli flugfélaga sé aukin krafa um sparneytnari flugvélar en áður. A320neo er ætlað að vera sparneytnari en fyrirrennara sínum, A320. Með stærri vængjabörðum, sem Airbus kallar sharklet (en Boeing hefur lengi kallað winglet og var kynnt til sögunnar fyrir um áratug) er talið að eldsneytissparnaður vélarinnar verði um 15% frá því sem nú er.

A320 er vinsælasta vél Airbus hingað til en alls hafa yfir 8.100 vélar verið pantaðar og um 4.800 vélar þegar verið afhentar.