Bakkavör tapaði 1,5 milljónum punda, jafnvirði 302 milljóna króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn hins vegar 8,1 milljón punda.

Fram kemur í uppgjöri Bakkavarar að tekjur hafi dregist saman um 5 milljónir punda á milli ára, farið úr 419 pundum í 414 milljónir. Þá var rekstrarhagnaður tvöfalt lægri í ár en í fyrra. Hann nam 9,4 milljónum punda á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,3 milljónir punda á fyrstu þremur mánuðunum í fyrra.

Þá var afkoma Bakkavarar-samstæðunnar fyrir skatta var neikvæð um 2,3 milljónir punda, jafnvirði rúmar 460 milljónir króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er verulegur viðsnúningur á milli ára en rekstrarhagnaðurinn nam rétt tæpum 10 milljónum punda á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Bræður eignast fjórðungshlut

Fram kemur í uppgjörinu að lánum með breytirétti verði breytt í hlutafé í júní eftir tvö ár, þ.e.a.s. árið 2014. Það muni leiða til breytinga á samsetningu á fyrirtækinu sem felur í sér breytingar á samstæðu Bakkavarar og verði Bakkavör Holdings Limited að móðurfélagi hennar. Höfuðstöðvarnar verða í Bretlandi. Þá verður hlutafé Bakkavör Holdings Limited aukið um 25% og fá bræðurnir Ágúst, sem er forstjóri Bakkavarar, og Lýður Guðmundssynir að kaupa það. Fram kemur komið að verðmiðinn muni nema 15 milljónum punda, jafnvirði 3 milljarða króna.