Hlutabréfamarkaðir sýndu að mestu rauðar tölur í dag en hækkuðu nokkuð undir lok dag.

Við lokun markaða í New York hafði Nasdaq hækkað um 0,16%, Dow Jones um 0,79% og S&P 500 um 0,79% sömuleiðis.

Fjármálafyrirtæki leiddu lækkun lengst af í dag en Citigroup, J.P. Morgan og Bank of America lækkuðu öll í dag líkt og flestir aðrir bankar og fjármálafyrirtæki.

Greint var frá því að hagnaður banka á borð við Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bearn Stearns verði 40% undir áætlunum á fyrsta ársfjórðung að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Áætlun um björgun Ambac

CNBC fréttastöðin greindi frá því í dag að bankamenn hefður gert áætlun um að styrkja og endurfjármagna Ambac, næst stærsta skuldatryggingafélag Bandaríkjanna. Allt kapp verður lagt á að endurheimta AAA lánshæfismat félagsins.

Ekki var greint frá því hverjir fjárfestarnir eru en fréttir herma að þeir komi úr ýmsum áttum. Þá eru bankar á borð við Citigroup, UBS, Royal Bank of Scotland nefndir til sögunnar um aðkomu að áætluninni en það hefur ekki verið staðfest ennþá.

Þessi þróun er talin hafa góð áhrif á fjárfestingalánasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac en þeir hafa lækkað nokkuð að undanförnu vegna lausafjárskorts. Þær héldu áfram að lækka í dag eftir að Merrill Lynch lækkaði mat sitt á þeim úr ,,stöðugu” og mælti með sölu bréfa í sjóðunum.

,,Ef menn ná að reisa Ambac við er það merki um að markaðir muni ekki hrynja og hægt að útiloka frekari svartsýni á mörkuðum,” hafði Bloomberg fréttaveitan eftir viðmælanda sínum.

Ambac hækkað um 18% í dag við þessar fréttir en eftir helgi verður áætlun félagsins tilkynnt frekar en upplýsingarfulltrúi Ambac vildi í dag ekkert segja um málið.

Örlítil hækkun á ólíuverði

Olíuverð hækkað örlítið í dag eða um 0,68 cent. Í lok dags kostaði tunnan 98,91 bandaríkjadali.