*

föstudagur, 18. október 2019
Erlent 22. júní 2018 08:44

Bandarískir bankar standast álagspróf

Prófið sýndi fram á að þeir standi á það traustum grunni að þeir gætu þolað alþjóðlega heimskreppu.

Ritstjórn
Seðlabanki Bandaríkjanna.
epa

Bandaríski seðlabankinn hefur framkvæmt álagspróf á 35 stærstu bönkum landsins. Þetta kemur fram á vef Financial Times. Prófið sýndi fram á að þeir standi á það traustum grunni að þeir gætu þolað alþjóðlega heimskreppu líkt og átti sér stað árið 2008.

Bankarnir sem prófaðir voru myndu tapa 578 milljörðum en gætu samt sem áður haldið áfram að lána og skattgreiðendur þyrftu ekki að hlaupa undir bagga líkt og gerðist í síðustu efnahagskrísu. Þetta sýndi prófið fram á. 

Þeir bankar sem komu veerst út úr álagsprófinu voru Goldman Sachs og Morgan Stanley.

Goldman Sachs sagði síðastliðinn þriðjudag að bankinn myndi koma betur út heldur en álagsprófið hefði gefið til kynna.