Það er mat bankaráðs Landsbankans að það raski góðum stjórnarháttum bankans, skerði möguleika bankaráðs á að sinna lögbundnu hlutverki sínu og skapa beinlínis áhættu fyrir bankann að kjararáð ákveði laun bankastjóra.

Icelands Recovery - Ráðstefna Hörpu
Icelands Recovery - Ráðstefna Hörpu
© BIG (VB MYND/BIG)
„Líkur eru á að ósamkeppnishæf laun og starfskjör bankastjóra dragi úr skilvirkum rekstri og fjárhagslegri afkomu bankans. Ákvæði felur í sér óheppileg afksipti ríkisins af starfsemi fjármálafyrirtækja í samkeppni á markaði. Jafnframt er ákvæðið til þess fallið að mismuna hluthöfum og draga úr áhuga á skráninug og sölu hlutabréfa í Landsbankanum," segir í umsögn bankaráðsins um frumvarp fjármálaráðherra um breytingum á lögum um kjararáð.

Frumvarpið er til meðferðar á Alþingi og var lagt fram 2. desember 2011.

Miða við forsætisráðherra

Laun bankastjóra á að taka mið af launum forsætisráðherra. Eigi kjararáð að víkja frá því þarf að rökstyðja slík tilvik sérstaklega samkvæmt frumvarpinu og telur bankaráð að þetta bindi hendur kjararáðs verulega.

„Bankaráð telur að til þess að bæta úr þessum annmörkum þurfi að gera breytingar á tillögum frumvarpsins sem kveði skýrt á um að ekki verði miðað við föst laun forsætisráðherra ef um er að ræða framkvæmdastjóra hlutafélaga í meiri hluta eigu ríkisins.“ Hér þurfi að miða við starfskjör við sambærileg störf á samkeppnismarkaði. Það er samt ekki að fullu ásættanlegt.

„Það er hins vegar skýr afstaða bankaráðs að jafnvel slíkar breytingar myndu ekki duga til að skapa Landsbankanum ásættanleg skilyrði að því er varðar tilhögun á ákvaðranatöku um laun og starfskjör bankastjóra. Nauðysnlegt er að mati bankaráðs að taka bankann alfarið undan gildissviði laganna um kjararáð,“ segir í umsögninni sem Gunnar Helgi Hálfdánarson, formaður bankaráðs, skrifar undir.