Hagnaður Grant Thornton ráðgjöf slf. eftir skatta var 22.390.087 kr. í fyrra. Árið 2012 var hagnaðurinn 15.389.526 kr. Eignir félagsins jukust ríflega milli ára, en þær voru samtals 78.297.254 kr. árið 2012 en voru 141.850.237 í lok árs 2013.

Munar þar mestu um sjóði og innstæður á bankareikningum sem voru 34.298.333 árið 2012 en 121.601.494 ári síðar, sem var það sama og handbært fé. Nokkur munur var á eigið fé, 15.353.872 árið 2012 borið saman við 37.743.959 ári síðar.

Þá jukust skuldir úr 69.943.382 í 104.106.278 á milli ára. Grant Thornton greiddi 12.549.911 krónur í tekjuskatt árið 2013. Félagið er í eigu Grant Thornton endurskoðunar ehf. og Theodórs Siemsen Sigurbergssonar sem situr í slitastjórn Kaupþings.