Í gær var formlega gengið frá sölu á og greiðslu fyrir tæplega 2/3 eignarhlut Íslandsbanka í Sjóvá til Milestone ehf. Hluthafafundur kaus nýja stjórn Sjóvá en hana skipa Bjarni Ármannsson, Benedikt Jóhannesson, Karl Wernersson, Guðmundur Ólason og Jón Scheving Thorsteinsson.

Þar sem Sjóvá er ekki lengur dótturfélag Íslandsbanka heldur hlutdeildarfélag mun forstjóri Sjóvá, Þorgils Óttar Mathiesen, ekki lengur sitja í framkvæmdastjórn Íslandsbanka .