*

mánudagur, 1. mars 2021
Erlent 20. janúar 2021 12:01

Björgólfur Thor í blómabransann

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors, hefur fjárfest í Bloom & Wild sem býður m.a. upp á heimsendingar á blómum.

Sveinn Ólafur Melsted
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Aðsend mynd

Bloom & Wild, vefverslun sem býður m.a. upp á heimsendingar á blómum og annarri gjafavöru, hefur lokið 102 milljóna dala fjármögnun. Á meðal fjárfesta sem fjárfestu í fyrirtækinu er fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, að því er kemur fram í frétt Reuters um málið.

Mun fjármagnið vera nýtt til að frekari sóknar Bloom & Wild inn á evrópskan markað. Fyrirtækið var stofnað í London árið 2013 og jukust tekjur þess um 160% á síðasta ári. Þessi mikla tekjuaukning varð til þess að fyrirtækið skilaði í fyrsta sinn í sögu sinni hagnaði á heilu almanaksári.

Sjá einnig: Nýr áfengur drykkur frá Björgólfi Thor

Heimsendingaþjónusta ýmiskonar hefur blómstrað sem aldrei fyrr frá því að kórónuveirufaraldurinn byrjaði að hrella heimsbyggðina.

Bloom & Wild er þegar með starfsemi í fimm löndum innan Evrópu, þar á meðal í Þýskalandi og Frakklandi, og stefnir fyrirtækið á frekari landvinninga innan álfunnar á næstu tveimur árum.