Svissneski bankinn Credit Suisse hefur sent mörgum bandarískum viðskiptavinum sínum bréf þar sem fram kemur að upplýsingar um reikninga kunni að verða afhentir bandarískum skattyfirvöldum (IRS).

Ekki er ljóst hversu margir hafa fengið slíkt bréf frá bankanum, en um er að ræða upplýsingar allt aftur til ársins 2002 til dagsins í dag.

Viðskiptavinunum bankans er gefinn kostur á að andmæla þessu. Krafan um upplýsingarnar kemur í gegnum svissnesk skattyfirvöld frá bandarískum stjórnvöldum.

Credit Suisse
Credit Suisse
© AFP (AFP)