*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Erlent 29. nóvember 2019 18:01

Daimler segir upp 10.000 starfsmönnum

Framleiðandi Mercedes-Benz segir að uppsagnirnar séu nauðsynlegar til að fjármagna skipti yfir í framleiðslu rafbíla.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Bílaframleiðandinn Daimler sem framleiðir Mercedes-Benz hyggst segja upp um 10.000 starfsmönnum á heimsvísu til að fjármagna aðgerðir sem snúast um að skipta yfir í að framleiða alfarið rafbíla. BBC greinir frá þessu.

Á heimsvísu starfa nærri 300.000 starfsmenn hjá fyrirtækinu og því verður rúmlega 3% af starfsmannafjöldanum sagt upp. Daimler segir að með þessum aðgerðum sé félagið að bregðast við „mestu breytingum sem bílaiðnaðurinn hefur gengið í gegnum.“

Í gær tilkynnti einn helsti samkeppnisaðili Daimler, Audi, um svipaðan niðurskurð vegna sömu ástæðna.

Stikkorð: Daimler Mercedes-Benz uppsagnir