Enn bætist við í krónubréfaútgáfuna en Deutsche Bank gaf í dag út krónubréf fyrir þrjá milljarða króna. Bréfin eru gefinn út undir pari eða undir nafnvirði á 98,82 og bera 12,5% vexti. Deutsche Bank hefur alls gefið út krónubréf fyrir 26 milljarða króna þar af eru 15,5 milljarðar útistandandi.


Alls hafa verið gefinn út krónubréf fyrir níu milljarðar það sem af er nýju ári. Hollenski bankinn ABN Amro reið á vaðið og gaf út krónubréf fyrir þrjá milljarða á miðvikudaginn, þá gaf þýski nýsköpunarsjóðurinn út þrjá milljarða í gær og loks Deautsche Bank í dag. Eldri krónubréf fyrir alls fimm milljarða króna féllu á gjalddaga í gær og telja sérfræðingar að útgáfan nú sé tilkominn vegna endurnýjunar þeirra.


Stýrivextir eru nú 14,5% sem skapar hvata meðal fjárfesta að endurnýja bréfin og taka þar með út hagnað í skjóli mikils vaxtamunar.