Ákvörðun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur um að segja sig frá máli hjóna gegn Íbúðaklánasjóði verður kærð til Hæstaréttar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Dómarinn upplýsti við dómþing 28. mars síðastliiðinn að hann hefði sjálfur tekið lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2007 og væru uppreiknaðar eftirstöðvar þess ríflega 26 milljónir króna. Í ljósi þess taldi hann að hægt yrði að draga óhlutdrægni hans í málinu í efa og ákvað því að víkja sæti.

Þórður Sveinsson lögmaður hjónanna segir að þau telji að séu ákveðin rök fyrir því að halda dómaranum í málinu. Hann segir að ákvörðun dómarans hafi komið á óvart.