Petro China, stærsta ríkisrekna olíufélag Kína, tilkynnti á dögunum  að hagnaður fyrirtækisins hefði dregist saman um 70% árið 2015. Fyrirtækið hafði áður birt spár um yfirvofadi samdrátt.

Petro China er eitt af stærstu olíu félögum heims og sinnir helst leit, þróun og framleiðsla á hráolíu og gasi.

Líkt og hjá öðrum stórum olíufyrirtækjum hefur lækkun á heimsmarkaðsverði olíu síðasliðið ár haft mikil og neikvæð áhrif á rekstur félagsins en í tilkynningunni segir að hagnaður hafi dregist saman úr 107,17 milljörðum í 35,51 milljarða júana