Eignir vogunarsjóða hækkuðu um 19% á fyrri helmingi ársins og námu samtals 2,48 billjónum Bandaríkjadala. Um þrír fjórðu þeirrar upphæðar eru í eigu 370 fyrirtækja, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Hedge Fund Intellignence. Eignir evrópskra vogunarsjóða jukust úr 460 milljörðum dala upp í 539 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Hins vegar námu heildareignir vogunarsjóða í Asíu 167 milljörðum dala, samanborið við 147 milljarða í upphafi ársins.