Spennandi tímar eru framhjá fyrirtækinu Íslenskt eldsneyti ehf, sem framleiðir vistvænt lífeldsneyti úr repjuolíu í verksmiðju sinni í Reykjanesbæ. Fyrirtækið er að ganga frá fjármögnun og fær erlenda fjárfesta til liðs við sig.

Sigurður Eiríksson, stjórnarformaður Íslensks eldsneytis, segir að fjármagnið komi til með að styðja við uppbyggingu fyrirtækisins, sem er þar að auki við það að ráða nýjan framkvæmdastjóra.

„Það eru komnir nýjir hluthafar inn. Þetta er breiður hópur frá Frakklandi, Svíþjóð og Eistlandi. Síðan eru nokkrir íslenskir fjárfestar að koma inn líka, það er verið að klára þetta,“ segir Sigurður í samtali við Viðskiptablaðið.

Framleiða eldsneyti úr þörungum

Fyrirtækið vinnur hörðum höndum að undirbúningi þörungavinnslu og er markmiðið að vinna úr þörungunum eldsneyti.

„Ísland er kjörið land til að framleiðla af því við erum með nóg af koltvísýringi upp úr jörðinni, nóg af heitu vatni og rafmagni, allt sem þarf til þess að rækta þörungana. Þetta er það sem að er í okkar kynslóð, við erum bara eins og Sádarnir voru fyrir 40-50 árum síðan. Þetta er bara það sem við erum að byrja á og svo koma aðrir og taka við og halda áfram vonandi,“ segir Sigurður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .