Petro Poroshenko forseta Úkraínu heldur því fram að aflandsmál tengd Íslandi séu með öllu frábrugðin þeim málum sem hafa komið upp í Úkraínu.

Forsetinn hefur setið undir ámæli síðan nafn hans birtist í títtnefndum Panamaskjölum í tengslum við fjármuni hans á Bresku Jómfrúareyjunum. Poroshenko ber því við að hann hafi eingögnu verið að nýta sér fyrirkomulag á eyjunum sem bauð uppá svokallaða blinda eignastýringu sem felur í sér að eigandi fjármunanna treystir á utanaðkomandi þjónustu til þess að stýra eignum hans, án hans aðkomu. Hafi það verið gert með það fyrir augum að forðast hagsmunaárkstra en ekki til að forðast skattlagningu.

Petro, sem er vellauðugur, sagði jafnframt að þegar hann hafi tekið við embætti forseta hafi hann aðskilið algerlega viðskipti sín frá stjórnmálastörfum sínum.

Petro Poroshenko,forseti Úkraínu,  lýsti því yfir í morgun að mál hans væri með öllu frábrugðið annarra þjóðarleiðtoga sem tengdir hafa verið aflandsfélög, þar á meðal Sigmundar Davíðs.