Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu nokkuð skarpt í da g í kjölfar tíðinda af miklum samdrætti í smásölu. Eftirspurn eftir farsímum dróst mikið saman, og fjárfestar óttast nú að kreppan sem ríður yfir hagkerfið sé mun dýpri en áður var talið. Bloomberg segir frá þessu.

Dow Jones lækkaði um 3,8%, S&P 500 um 4,2% og Nasdaqlækkaði um 5%.

Þetta er önnur vikan í röð þar sem helstu hlutabréfavísitölur lækka. Mikil hækkun varð á mörkuðum í gær, en þá hækkaði S&P um 6,9%.