Opinberar tölur frá Ítalíu sem birtar voru í gær sýna að hagvöxtur í landinu var enginn á síðasta ári, segir greiningardeild Landsbankans.

Tölurnar sýna glögglega bágborið ástand efnahagslífsins þar í landi og var niðurstaðan enn verri en árið áður þegar hagvöxtur mældist 1,1%.

Þessar tölur munu væntanlega koma sér mjög illa fyrir kosningabaráttu forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi þar sem kosningar eru á næsta leiti.

Kjósendur virðast vera nokkuð uppteknir af slæmu ástandi hagkerfisins, þó fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti, reyni að undirstrika það að viðskiptahallinn hafi verið minni en búist var við og það bendi til þess að aðgerðir stjórnvalda séu að skila sér, segir greiningardeildin.

Viðskiptahallinn jókst úr 3,4% í 4,1%. Það er aðeins minni aukning en búist var við en er þó ekki viðunandi miðað við 3% viðmið Evrópusambandsins um halla á ríkissjóði aðildarlanda.

Hins vegar staðfesta tölurnar fyrri spár um efnahagsástand Ítalíu. Þær voru ekki bjartar.

Nýjustu hagvaxtartölur Ítalíu líta illa út í samanburði við önnur sambærileg lönd Evrópusambandsins. Má þar nefna Spán þar sem hagvöxtur var 3,4%, Bretland með 1,8% hagvöxt og Þýskalandi þar sem hagvöxtur var 0,9%.