Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,5%. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Sérfræðingar búast þó við að bankinn lækki vexti í næsta mánuði til að mæta samdrætti í smásöluverslun

Breska verslunarráðið sagði að þörf sé á vaxtalækkun fyrir árslok til að auka hagvöxt og koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi.

Einnig er talið að ákvörðunin muni blása nýju lífi í húsnæðismarkaðinn í Bretlandi en hægt hefur mjög á hækkun íbúðarverðs þar í landi.

Halifax-bankinn, sem er hluti af Bank of Scotland-samstæðunni, sagði að húsnæðisverð hafi hækkað um 3% á ársgrundvelli í september, miðað við 2,5% í ágúst.