Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 2,72% í dag og endaði í 1,729 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 8,02% frá áramótum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 3,69% í 1,38 milljarða króna viðskiptum. Verð á hvern hlut Icelandair er þá 32,65 krónur. Einnig lækkaði gengi bréfa Marel um 2,44% í 303 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlut er þá 220,00 krónur. Einnig lækkaði gengi HB Granda um 1,73% í 282 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlut er þá 39,70 krónur.

Ekki varð nein hækkun á gengi hlutabréfa í dag. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær stafar lækkunin  líklega af ástandi heimsmarkaðs hlutabréfa, en miklar lækkanir í Asíu hafa haft veruleg áhrif á bandarísk og evrópsk hlutabréf.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 3,4 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 10,3 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 2,4% í dag í 3,2 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,5% í dag í 9,9 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 1,4 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 8,6 milljarða króna viðskiptum.