Auglýsingastofan ENNEMM hefur bætt við sig fjórum nýjum starfsmönnum. Allir hafa þeir reynslu af störfum á auglýsingastofum og/eða í fjölmiðlum.

Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður
Örn Úlfar starfaði á auglýsingastofunni Fíton sem hugmynda- og textasmiður frá árinu 2007. Hann kom þangað frá Inntaki almannatengslum þar sem hann starfaði sem ráðgjafi og ritstjóri en þar áður vann hann á Góðu fólki í 6 ár. Örn Úlfar var spurningahöfundur og dómari í Gettu betur 2010-2012 og einn af höfundum Áramótaskaupsins árið 2011.

Guðmundur Bernharð Flosason, Senior Art Director
Guðmundur Bernharð hefur starfað sem hönnuður í tæpan áratug, síðast hjá Hvíta húsinu sem Art Director. Þar áður starfaði hann í sjö ár sem Art Director og grafískur hönnuður á Íslensku auglýsingastofunni. Guðmundur Bernhard vann FÍT verðlaunin fyrir bestu prentauglýsinguna í fyrra: Veistu hvað þú átt, fyrir tryggingafélagið Vörð.

Friðlaugur Jónsson, digital hönnuður
Friðlaugur kemur frá Fancy Pants Global þar sem hann starfaði við hönnun á viðmóti vefsíða og smáforrita (appa). Þar áður starfaði hann á Akureyri, hjá auglýsingastofunum Stíl og Geimstofunni. Friðlaugur lærði grafíska hönnun við Myndlistaskólann á Akureyri.

Halldóra María Einarsdóttir, birtingaráðgjafi
Halldóra María hefur starfað á Skjánum frá árinu 2006, fyrst sem aðstoðar-upptöku- og útsendingarstjóri og síðar einnig sem birtingastjóri. Þar áður starfaði hún við sérverkefni hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth og sem skrifta og sölumaður auglýsinga hjá 365 miðlum.

ENNEMM er ein af stærstu auglýsingastofum landsins. Starfsmenn eru 35 talsins og meðal helstu viðskiptavina stofunnar eru Síminn, Íslandsbanki, VÍS og Ölgerðin.