Evrópusambandið hefur hafið auglýsingaherferð um stöðluð hleðslutæki fyrir farsíma.  Framkvæmdastjórn ESB gaf símaframleiðendum tvo kosti í mars 2009, annað hvort myndu þeir "af fúsum og frjálsum vilja" framleiða hleðslutæki sem væru nothæf fyrir allar tegundur farsíma eða sambandið myndi setja reglur um slíkt.

ESB telur að um 500 milljónir farsíma séu í notkun í 27 aðildarríkjum sambandsins.  Hér fyrir neðan má sjá eina auglýsingu frá framkvæmdastjórninni.