Gísli Einarsson segir veislustjórastarfið skemmtilegt, þótt það sé ekki alltaf auðvelt. Gísli er með vinsælli veislustjórum á landinu í dag. Rætt er við Gísla í Ráðstefnublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudaginn.

„Þetta tekur ansi mikla orku. Á móti kemur að þegar þetta virkar og maður fær góðar hláturrokur þá er þetta þess virði,“ segir hann. „Maður á eitt og annað sem maður notar aftur og aftur en ég reyni að breyta sögunum og bröndurunum. Gísli fær annað slagið martraðir um að standa fyrir framan þúsund manns og vita ekki hvað hann eigi að gera. Það verður að teljast til marks um að hann tekur starfið alvarlega. „Það getur auðvitað oltið á veislustjóranum hvort árshátíðin sé skemmtileg eða ekki. Ég trúi því allavega, það er auðvelt að klúðra heilli árshátíð. Það er nú þó þannig að þegar upp er staðið þá snýst þetta um að maður er manns gaman, en það þarf einhver að hafa stjórn á hlutunum.

Nánar er fjallað um málið í Ráðstefnublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.